Íslamskir vígamenn hafa áfengisverslanir í Bagdad í sigtinu um þessar mundir, en í gær voru tólf starfsmenn áfengisverslana í borginni vegnir. Árásirnar koma helst til vegna þess að áfengisdrykkja er ekki leyfileg þeim sem aðhyllast íslam og eru áfengisverslanir því þyrnir í augum strangtrúaðra.
„Ég þarf að búa við það að á hverri mínútu gæti ég lent í kúlnahríð, særst eða dáið. Og þar með yrði fjöskylda mín skilin eftir bjargarlaus,“ segir Abu Zina, starsfmaður áfengisverslunar í borginni.
Khodeica Murad Khidr, sem einnig starfar í áfengisverslun í Bagdad, segir að honum hafi borist hótanir. Khidr segist hljóta verra af skipti hann ekki um starf. „Ég þarf að framfleyta fjölskyldu minni og hef ekki í annað starf að fara. Ég óttast því að á hverri mínútu eða klukkkutíma komi þeir hérna inn og drepi okkur.“