Konungleg ferming í Danmörku

Prinsinn Nikolai með nánustu fjölskyldu sinni eftir ferminguna í dag.
Prinsinn Nikolai með nánustu fjölskyldu sinni eftir ferminguna í dag. BT

Í dag var danski prinsinn Nikolai, sonur Jóakims prins, fermdur í Fredensborg Slotskirke. Hann var eina ungmennið sem fermt var við athöfnina, en það er hefð hjá konungsfjölskyldunni. Þetta er fyrsta fermingin innan fjölskyldunnar í 30 ár.

Að sögn prests konungsfjölskyldunnar, Eriks Normans Svendsens, fór fermingin fram á sama hátt og hjá þeim sem ekki eru konungbornir. Að venju hélt hann ræðu sem beint var til fermingarbarnsins og segir hana hafa verið persónulegri fyrir vikið, þar sem Nikolai var aðeins einn. 

Hann segir prinsinn hafa fylgst vel með í kennslustundum fyrir ferminguna. Samstarfið hafi verið ánægjulegt og Nikolai hafi verið óhræddur við að spyrja spurninga. 

Eftir athöfnina hélt konungsfjölskyldan til morgunverðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert