Hvorki kjöt né fiskur í mötuneytinu

Grunnskóli í New York hefur ákveðið að taka fisk og kjöt af matseðlinum og er nú eini ríkisrekni skólinn í Bandaríkjunum sem býður nemendunum eingöngu grænmetisfæði. 

Börnin eru hæstánægð með fyrirkomulagið en skólinn greip til þessa ráðs í því skyni að sporna við offitu á meðal barna, en hún hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum undanfarin 30 ár. Eru dæmi um að 8 ára börn séu á blóðþrýstingslækkandi lyfjum. Að auki fá börnin að fræðast um næringarfræði og heilbrigða lifnaðarhætti.

Skólinn býður nemendum upp á fjölbreytt úrval grænmetis og ávaxta.
Skólinn býður nemendum upp á fjölbreytt úrval grænmetis og ávaxta. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert