Enn loga úthverfi Stokkhólms

Óeirðir brutust út í úthverfum Stokkhólms í Svíþjóð fimmtu nóttina í röð. Kveikt var a.m.k. í níu bifreiðum, tveimur skólabyggingum og lögreglustöð í úthverfum þar sem innflytjendur eru í miklum meirihluta.

Heitar umræður eiga sér nú stað í Svíþjóð um það hvor innflytjendum hafi tekist að samlagast sænsku samfélagi, en innflytjendur eru um 15% af heildaríbúafjölda landsins.

Þrátt fyrir að stefna Svía í innflytjendamálum þyki almennt til fyrirmyndar þá eiga margir innflytjendur erfitt með að læra tungumálið og fá vinnu.

Lögreglan í Stokkhólmi greindi frá því í nótt að átta hefðu verið handteknir í nótt. Engar fréttir höfðu þá borist af fólki sem hefði særst í átökunum.

Vandræðin hófust um sl. helgi en á sunnudag skaut lögreglan í Stokkhólmi 69 ára gamaln innflytjanda til bana í Husby. Maðurinn hafði vera úti á meðal almennings með sveðju í hönd. Þegar lögreglu bar að garði þá flýði maðurinn aftur í íbúðina sína. Lögreglan er sögð hafa reynt að tala ann til en hún segist hafa skotið hann til bana í sjálfsvörn.

Mikil reiði braust út á meðal ungmenna í hverfunum sem halda því fram að lögreglan hafi beitt sig ofbeldi. Þeir segja að lögreglumenn hafi kallað sig „flækinga, apa og negra“ fyrstu nóttina sem óeirðir brutust út.

Slökkviliðsmenn voru kallaðir í út í Rinkeby í nótt til að slökkva elda sem loguðu í sex bílum sem stóðu hlið við hlið. Fimm þeirra gjöreyðilögðust.

Kveikt var í þremur bifreiðum til viðbótar í Norsborg suburb og í lögreglustöð í  Älvsjö. Að sögn lögreglu gekk greiðlega að slökkva eldinn.

Þá segja slökkviliðsmenn að kveikt hafi verið í skóla í Tensta og í leikskóla í Kista. Innflytjendur eru í meirihluta í öllum þessum hverfum.

Lögreglan í Södertälje segir að óeirðarseggir hafi kastað grjóti í lögreglumenn sem voru kallaðir út vegna frétta af logandi bifreiða.

Í fyrrinótt var slökkviliðið kallað út til að slökkva 90 elda sem loguðu á ólíkum stöðum í úthverfum borgarinnar. Óeirðarseggir bera ábyrgð á því að hafa kveikt meirihluta þeirra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert