Enn loga úthverfi Stokkhólms

Óeirðir brut­ust út í út­hverf­um Stokk­hólms í Svíþjóð fimmtu nótt­ina í röð. Kveikt var a.m.k. í níu bif­reiðum, tveim­ur skóla­bygg­ing­um og lög­reglu­stöð í út­hverf­um þar sem inn­flytj­end­ur eru í mikl­um meiri­hluta.

Heit­ar umræður eiga sér nú stað í Svíþjóð um það hvor inn­flytj­end­um hafi tek­ist að sam­lag­ast sænsku sam­fé­lagi, en inn­flytj­end­ur eru um 15% af heilda­r­í­búa­fjölda lands­ins.

Þrátt fyr­ir að stefna Svía í inn­flytj­enda­mál­um þyki al­mennt til fyr­ir­mynd­ar þá eiga marg­ir inn­flytj­end­ur erfitt með að læra tungu­málið og fá vinnu.

Lög­regl­an í Stokk­hólmi greindi frá því í nótt að átta hefðu verið hand­tekn­ir í nótt. Eng­ar frétt­ir höfðu þá borist af fólki sem hefði særst í átök­un­um.

Vand­ræðin hóf­ust um sl. helgi en á sunnu­dag skaut lög­regl­an í Stokk­hólmi 69 ára gam­aln inn­flytj­anda til bana í Hus­by. Maður­inn hafði vera úti á meðal al­menn­ings með sveðju í hönd. Þegar lög­reglu bar að garði þá flýði maður­inn aft­ur í íbúðina sína. Lög­regl­an er sögð hafa reynt að tala ann til en hún seg­ist hafa skotið hann til bana í sjálfs­vörn.

Mik­il reiði braust út á meðal ung­menna í hverf­un­um sem halda því fram að lög­regl­an hafi beitt sig of­beldi. Þeir segja að lög­reglu­menn hafi kallað sig „flæk­inga, apa og negra“ fyrstu nótt­ina sem óeirðir brut­ust út.

Slökkviliðsmenn voru kallaðir í út í Rin­ke­by í nótt til að slökkva elda sem loguðu í sex bíl­um sem stóðu hlið við hlið. Fimm þeirra gjör­eyðilögðust.

Kveikt var í þrem­ur bif­reiðum til viðbót­ar í Nors­borg su­burb og í lög­reglu­stöð í  Älv­sjö. Að sögn lög­reglu gekk greiðlega að slökkva eld­inn.

Þá segja slökkviliðsmenn að kveikt hafi verið í skóla í Tensta og í leik­skóla í Kista. Inn­flytj­end­ur eru í meiri­hluta í öll­um þess­um hverf­um.

Lög­regl­an í Södertälje seg­ir að óeirðarsegg­ir hafi kastað grjóti í lög­reglu­menn sem voru kallaðir út vegna frétta af log­andi bif­reiða.

Í fyrrinótt var slökkviliðið kallað út til að slökkva 90 elda sem loguðu á ólík­um stöðum í út­hverf­um borg­ar­inn­ar. Óeirðarsegg­ir bera ábyrgð á því að hafa kveikt meiri­hluta þeirra. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka