Taldi hann öruggan í Bretlandi

Breski hermaðurinn Lee Rigby sem var veginn um hábjartan dag á fjölfarinni götu í Lundúnum hafði farið víða um heim með herdeild sinni. Eiginkona hans segir að auðveldara hefði verið að skilja ef hann hefði fallið í ferðum til Afganistan. Hún hafi hins vegar talið hann öruggan í Bretlandi.

Á fundi með fjölmiðlamönnum syrgðu Rebecca Rigby og Ian Rigby eiginmann sinn og stjúpson. Ian sagði stjúpson sinn hafa verið óskaplega stoltan af því að þjóna þjóð sinni og að það hafi verið eitthvað sem hann hafi ávallt viljað gera.

Ian sagði að ekki hefði verið hægt að búast við slíku áfalli. Lee hefði víða farið með herdeild sinni og bæði sögðu þau að hugsanlegt hefði verið að skilja það hefði hann falilð í Afganistan. „En þegar hann er í Bretlandi telur maðurinn hann öruggan,“ sagði Rebecca. „Hann hafði gengið þessa götu svo oft áður.“

Lee var 25 ára gamall. Tveir menn, Bretar af nígerískum uppruna, voru handteknir í tengslum við morðið en þeir liggja á sjúkrahúsi eftir að lögreglan skaut þá. Mennirnir eru 22 og 28 ára gamlir.

Lögregluyfirvöld segja að 1.200 lögreglumanna liðsauki muni vakta götur Lundúna að næturlagi. Gæslan verður hert sérstaklega við mikilvæg svæði, s.s. trúarlegar byggingar og samgöngumiðstöðvar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka