Talinn hafa borðað ömmu sína

Frá borginni Nice í Frakklandi.
Frá borginni Nice í Frakklandi. Wikipedia/Martinp1

Franskur karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi lögreglunnar í borginni Nice í suðvesturhluta Frakklands grunaður um að hafa myrt aldraða ömmu sína, sundurlimað lík hennar og lagt hluta þess sér til munns.

Líkamspartar konunnar fundust á víð og dreif á heimili hennar þegar lögregla kom á staðinn í gærmorgun eftir að dóttir konunnar lét vita af afdrifum hennar. Þannig fundust fætur konunnar í frystikistu og lifrin úr henni á hillu í ísskápnum. Stærstur hluti líksins fannst hins vegar grafið í garði hússins en aðrir líkamspartar höfðu verið skildir eftir við hliðið á garðinum. Hnífar fundust í húsinu sem talið er að hafi verið notaðir við að lima líkið í sundur.

Saksóknarar sögðu í dag samkvæmt fréttavefnum Thelocal.fr að maðurinn hefði glímt við alvarleg geðræn vandamál. Franskir fjölmiðlar segja að hann hafi viðurkennt við yfirheyrslur að hafa borðað hluta af líki ömmu sinnar. Lögregla hefur hins vegar ekki viljað staðfesta það fyrr en krufning hafi farið fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert