Beppe Grillo, sem fer fyrir Fimm stjörnu hreyfingunni sem vann kosningasigur á Ítalíu fyrr á þessu ári, hyggst beita sér fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram í landinu um veru þess í Evrópusambandinu og á evrusvæðinu.
Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að mögulegt sé að knýja fram þjóðaratkvæði á Ítalíu með því að safna 500 þúsund undirskriftum því til stuðnings og ef stjórnlagadómstóll Ítalíu úrskurðar að tillagan sé í samræmi við stjórnarskrá landsins.
Flokkur Grillo er í stjórnarandstöðu en hann hefur verið mjög gagnrýninn á það hvernig tekið hefur verið á efnahagsvanda Ítalíu að kröfu Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrisjóðsins.