Rússneska draugaskipið finnst ekki

Rússneska draugskipið Lyubov Orlova.
Rússneska draugskipið Lyubov Orlova. AFP

Ekk­ert er vitað um af­drif rúss­neska drauga­skips­ins Lyu­bov Or­lova sem rekið hef­ur stjórn­laust um Norður-Atlants­hafið síðan í janú­ar eft­ir mis­heppnaða til­raun til þess að koma því í brota­járn. Kanadíska strand­gæsl­an vissi síðast um staðsetn­ingu skips­ins 12. mars síðastliðinn sam­kvæmt frétta­vef rík­is­út­varps Kan­ada. Skipið virt­ist þá vera að reka í átt til Íslands eða Írlands.

Strand­gæsla Írlands gerði víðtæka leit að skip­inu með tveim­ur flug­vél­um fyr­ir um mánuði miðað við hugs­an­legt rek þess, að sögn Hrafn­hild­ar Brynju Stef­áns­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Sú leit hefði hins veg­ar eng­an ár­ang­ur borið. Hún seg­ir að fyr­ir vikið hafi eng­in ákvörðun verið tek­in um það hvort skipið skuli talið sokkið eða ekki. Ein­fald­lega séu ekki nein­ar vís­bend­ing­ar um af­drif þess.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert