Óeirðirnar í Stokkhólmi breiðast út

Óeirðirnar sem geisað hafa í úthverfum í Stokkhólmi höfuðborg Svíþjóðar undanfarna daga þar sem innflytjendur eru fjölmennir á meðal íbúa breiddust í dag út fyrir borgina samkvæmt frétt AFP. Lögregla hafði vonast til þess að fjölmennara lögreglulið og sjálfboðaliðar á götum hverfanna yrðu til þess að draga úr óeirðunum.

Fram kemur í fréttinni að kveikt hafi verið í bifreiðum og byggingum síðastliðna nótt í bæjunum Örebro, Uppsala og Linköping. Hins vegar hafi ástandið heldur róast í Stokkhólmi á sama tíma. Slökkviliðsmenn þurftu að bregðast við 30-40 útköllum í höfuðborginni og nærliggjandi byggðum síðastliðna nótt samanborið við 70 nóttina á undan og 90 nóttina þar á undan.

Óeirðirnar hafa leitt til mikillar umræðu í Svíþjóð um aðlögun innflytjenda að því er segir í fréttinni en margir þeirra hafa komið til landsins sem hælisleitendur. Þá segir að innflytjendur séu nú um 15% íbúa Svíþjóðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert