Hafa ekki skrifað undir sáttmálann

Að minnsta kosti 1.127 létust þegar verksmiðjuhús hrundi til grunna …
Að minnsta kosti 1.127 létust þegar verksmiðjuhús hrundi til grunna í úthverfi Dahka, höfuðborgar Bangladess nýverið. AFP

Japanska fatakeðjan Uniqlo ætlar ekki að skrifa undir sáttmála um að öryggi verði aukið í fataverksmiðjum í Bangladess. Þrátt fyrir góðar undirtektir meðal evrópskra fatakeðja virðast bandarískar keðjur hafa lítinn áhuga á að skrifa undir sáttmálann þrátt fyrir að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi mælst til þess.

Í tilkynningu frá Uniqlo kemur fram að stjórnendur fyrirtækisins séu enn að skoða málið en meðal bandarískra fyrirtækja sem ekki ætla að skrifa undir eru Gap og Walmart. 

Um er að ræða sáttmála sem verkalýðsfélög standa að og er beint að bættum aðbúnaði verkafólks í fataverksmiðjum í Bangladess. Slys eru tíð í slíkum verksmiðjum og ekki langt síðan að hús með fimm verksmiðjum hrundi til grunna. Um og yfir ellefu hundruð létust er húsið hrundi.

Evrópskar keðjur eins og  H&M, Zara, Marks & Spencer og flestar stórverslanir í Evrópu hafa skrifað undir sáttmálann. Laun eru afar lág í fataframleiðslu í Bangladess og leita fjölmörg vestræn fyrirtæki þangað með framleiðslu sína enda mun ódýrara heldur en að láta framleiða vöruna á Vesturlöndum þar sem laun eru mun hærri og miklu meiri kröfur eru gerðar hvað varðar öryggi starfsmanna.

Þrátt fyrir að hafa ekki enn skrifað undir hefur Uniqlo gert ýmislegt til þess að reyna að bæta aðstöðu starfsmann í verksmiðjum sem vinna fyrir keðjuna í Bangladess. Samkvæmt upplýsingum frá Uniqlo, sem hagnast um tugi milljarða á hverju ári, hefur verið farið yfir brunavarnir og annan öryggisbúnað í þeim fyrirtækjum sem annast saumaskap fyrir Uniqlo í Bangladess.

Framkvæmdastjóri Uniqlo í Hong Kong, Pan Ning, en keðjan nýtur …
Framkvæmdastjóri Uniqlo í Hong Kong, Pan Ning, en keðjan nýtur mikilla vinsælda meðal annars vegna lágs vöruverðs. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert