Segist vera Jesús Kristur

AFP

Karl­maður sem seg­ist vera Jesús Krist­ur end­ur­fædd­ur nýt­ur vax­andi hylli í heima­land­inu Ástr­al­íu og hef­ur vakið áhyggj­ur meðal sér­fræðinga í sér­trú­ar­söfnuðum.

Alan John Miller starfaði sem hug­búnaðarsér­fræðing­ur. Hann leiðir nú trú­ar­söfnuð sem kall­ast Di­vine Truth í smá­bæn­um King­aroy í Qu­eens­land. Hann seg­ist ekki aðeins vera Jesús held­ur seg­ir hann konu sína, Mary Luck, vera Maríu Magda­lenu.

Í sam­tali við Sky-frétta­stof­una seg­ir hann: „Ég man skýrt eft­ir kross­fest­ing­unni. Hún var ekki eins skelfi­leg fyr­ir mig og þá sem horfðu á, eins og Maríu.“

Hann minn­ist þess einnig að fram­kvæma krafta­verk. „Ég hafði áhrif á líf margra, meðal annarra vin­ar míns Las­ar­us­ar.“

Miller held­ur nám­skeið í heima­bæ sín­um en einnig ferðast hann um heim­inn.

Prest­ur­inn Dav­id Millikan hef­ur efa­semd­ir um Miller en hann hef­ur fylgst með sér­trú­ar­söfnuðum í þrjá ára­tugi.

Hann seg­ir hætt­una þá að fólk drag­ist inn í vef Millers og ein­angrist og tapi pen­ing­um.

Frétt Sky í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert