Segist vera Jesús Kristur

AFP

Karlmaður sem segist vera Jesús Kristur endurfæddur nýtur vaxandi hylli í heimalandinu Ástralíu og hefur vakið áhyggjur meðal sérfræðinga í sértrúarsöfnuðum.

Alan John Miller starfaði sem hugbúnaðarsérfræðingur. Hann leiðir nú trúarsöfnuð sem kallast Divine Truth í smábænum Kingaroy í Queensland. Hann segist ekki aðeins vera Jesús heldur segir hann konu sína, Mary Luck, vera Maríu Magdalenu.

Í samtali við Sky-fréttastofuna segir hann: „Ég man skýrt eftir krossfestingunni. Hún var ekki eins skelfileg fyrir mig og þá sem horfðu á, eins og Maríu.“

Hann minnist þess einnig að framkvæma kraftaverk. „Ég hafði áhrif á líf margra, meðal annarra vinar míns Lasarusar.“

Miller heldur námskeið í heimabæ sínum en einnig ferðast hann um heiminn.

Presturinn David Millikan hefur efasemdir um Miller en hann hefur fylgst með sértrúarsöfnuðum í þrjá áratugi.

Hann segir hættuna þá að fólk dragist inn í vef Millers og einangrist og tapi peningum.

Frétt Sky í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert