Bjór beit veiðimann til bana

Bjór önnum kafinn við stíflugerð.
Bjór önnum kafinn við stíflugerð.

Bjór drap stangveiðimann í Hvíta-Rússlandi þegar hann sóttist eftir að fá tekna mynd af sér með bjórnum. Bjórinn réðist hins vegar á manninn og beit sundur slagæð á fæti mannsins, sem dró hann til dauða.

Árás bjórsins er sú alverlagasta af mörgum árásum í Hvíta-Rússlandi nýlega, en bjórar hafa í auknum mæli ráfað nærri mannabústöðum.

Bjórastofninn hefur þrefaldast í Hvíta-Rússlandi undanfarinn áratug að sögn sérfræðinga, en veiðar á þeim hafa verið bannaðar um nokkurt skeið.

Huffington Post segir frá

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert