Þjóðir ESB fái „rauða spjaldið“

William Hague, utanríkisráðherra Bretlands.
William Hague, utanríkisráðherra Bretlands. AFP

Bresk yfirvöld vilja að þær þjóðir sem eiga aðild að Evrópusambandinu fái að hafna þeirri löggjöf sem samþykkt er á Evrópuþinginu. Kalla þeir úrræðið ,,rauða spjaldið" sem gefur ólíkum löndum færi á því að hafna þeirri löggjöf sem þær telja koma illa við sig.

Þetta kom fram í ræðu William Hague á ráðstefnu um framtíð Evrópusambandsins sem haldin var í Berlín. Segir hann hið yfirþjóðlega vald sem er innan sambandsins ekki hafa gefið nægilega góða raun og að traust á stofnunum þess sé í sögulegu lágmarki.

Nú þegar geta þjóðir sem eru í sambandinu endursent löggjöf sem búið er að samþykkja til endurskoðunar. En það úrræði hefur verið nefnt „gula spjaldið.“

Eins og fram hefur komið mun fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um veru landsins í ESB. Ekki er komin tímasetning á hana David Cameron hefur sagt að hún muni verða haldin fyrir lok árs 2017.

Cameron hefur að undanförnu mátt sæta gagnrýni fyrir að tala gegn auknum Evrópusamruna. Engu að síður á hann sér marga skoðanabræður, jafnt í Þýskalandi sem og í norðurhluta Evrópu samkvæmt frétt AFP.  

Engu að síður hefur hann sagt að hann telji rétt að fyrir Breta að vera aðila að sambandinu til framtíðar, en það þurfi að breyta um stefnu og að endurbóta sé þörf.

AFP segir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka