Þúsundir mótmæltu í Evrópu

Þúsundir mótmæltu víðsvegar um Evrópu í dag. Verið var að mótmæla því að valdamiklar stofnanir hefðu með aðgerðum sínum aukið enn á kreppuna í álfunni. Stofnanirnar sem um ræðir eru Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu sem kallaðar hafa verið þríeykið.

Segja mótmælendur að þríeykið hafi lagt miklar kröfur á lönd á borð við Portúgal og Grikkland í tengslum við lán þeim til handa. Það hafi hins vegar ekki bætt kjör fólksins.

Mótmælin í dag voru fjölmennust í Madríd, Lissabon og Frankfurt. Í Frankfurt handtók lögreglan nokkra mótmælendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert