Bannað að heiðra baráttuna gegn fasisma

Francisco Franco veifar úr herbifreið í Barcelona árið 1939.
Francisco Franco veifar úr herbifreið í Barcelona árið 1939. mbl.is

Dómur féll í dag í máli lögmannsins Miguel García gegn Complutence-háskólanum í Madríd á Spáni um lögmæti minnismerkis til heiðurs þeim sem börðust gegn uppreisn ítalskra fasista og einræðisherranum Francisco Franco.

Minnismerkið var gert fyrir tilstilli frjálsra framlaga og reist í garði háskólans þar sem fjölmargir sjálfboðaliðar frá 53 löndum létu lífið í baráttunni fyrir lýðræði. Alls gengu 35.000 manns í Alþjóðahersveitina til að berjast gegn Franco, þeirra á meðal Íslendingurinn Hallgrímur Hallgrímsson. Minnismerkið vakti mikla reiði sumra hægri manna þegar það var opinberað í október 2011, en varð þeim lítið ágengt með mótmælum.

Lögmaðurinn Miguel García kærði hins vegar minnismerkið. Í kærunni sagði meðal annars; „Það er ekkert til að heiðra, sérstaklega ekki á almenningssvæði sem tileinkað er menntun. Alþjóðahersveitin var stofnuð og henni stýrt af Stalín, mesta þjóðarmorðaleiðtoga allra tíma.“

Í dag fékkst það svo viðurkennt fyrir dómi að það væri ólögmætt þar eð það bryti gegn skipulagslögum.

Minnismerkið er staðsett stutt frá gríðarstórum sigurboga sem byggður var á 36 ára einræðistíma Francos og varð fljótt skotmark veggjakrots sem uppnefndu sjálfboðaliðana „morðingja“. Stuðningsmenn Alþjóðahersveitarinnar hafa biðlað til sendiherra Bretlands í Madríd, Giles Paxman, og beðið hann að grípa inn í.

„Þrátt fyrir að ákvörðun dómstólsins hafi verið byggð á tæknilegum ástæðum kom upphaflega kæran frá lögmanni sem þekktur er fyrir öfga-hægri tengsl,“ sagði Jim Jump, ritari stjórnar Minningarsjóðs Alþjóðahersveitarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert