Alþjóðasamfélagið grípi til aðgerða

Francois Hollande, Frakklandsforseti, segir að mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið grípi til aðgerða vegna sannana um notkun efnavopna í Sýrlandsstríðinu.

Hann tiltók þó að fara verði eftir alþjóða lögum. Þetta sagði hann einungis nokkrum klukkustundum eftir að stjórnarhermenn náðu bænum Qusair í vesturhluta landsins á sitt vald að nýju eftir tveggja vikna umsátur. 

Bandaríkjamenn og Rússar hafa ekki tiltekið hvenær fyrirhugaðar friðarviðræður á milli stríðandi fylkinga verði. Hafa þjóðirnar komið undir gagnrýni fyrir að draga lappirnar í málinu.

Sýrlenska stjórnin hefur þrálátlega neitað því að hafa beitt efnavopnum í átökunum en hafa þess í stað ásakað stjórnarandstæðinga um notkun þeirra.

Hollande sagði að sönnum um beitingu vopnanna væri óyggjandi en ekki hvor hluteigandi aðila hefði gripið til þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert