Mótmæli halda áfram í Tyrklandi

00:00
00:00

Mót­mæli héldu áfram í Tyrklandi í morg­un þrátt fyr­ir ákall stjórn­valda um að þeim yrði hætt og af­sök­un­ar­beiðni þeirra til mót­mæl­enda sem beitt­ir hefðu verið harðræði. Mót­mæl­in hafa staðið yfir frá því síðastliðinn föstu­dag.

Fram kem­ur í frétt AFP að lög­regla hafi beitt tára­gasi og öfl­ug­um vatns­byss­um á mót­mæl­end­ur í nokkr­um af stærstu borg­um Tyrk­lands. Þar á meðal Ist­an­b­ul og höfuðborg­inni An­kara. Mót­mæl­in í morg­un hóf­ust í kjöl­far þess að annað stærsta verka­lýðsfé­lag lands­ins til­kynnti að það ætlaði að taka þátt í þeim en mót­mæl­in hafa beinst gegn rík­is­stjórn Recep Tayyip Er­dog­an for­sæt­is­ráðherra.

Þúsund­ir söfnuðust sam­an á Taksim-torgi í Ist­an­b­ul þar sem slag­orð voru kölluð gegn Er­dog­an en hann hef­ur kallað mót­mæl­end­ur öfga­menn og skemmd­ar­varga. Aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra Tyrk­lands, Bu­lent Ar­inc, reyndi í gær að slá á ólg­una með því að biðjast af­sök­un­ar á harðri fram­göngu lög­reglu gegn mó­mæl­end­um en það út­spil virðist hins veg­ar ekki hafa haft mik­il áhrif.

Frá mótmælunum í Tyrklandi.
Frá mót­mæl­un­um í Tyrklandi. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert