Her Sýrlandsstjórnar náði þorpinu Austur-Bweida á vald sitt frá uppreisnarmönnum samkvæmt Sýrlenska ríkissjónvarpinu. Þetta gerist fjórum dögum eftir að Qusayr féll í hendur hersins og Hezbollah-samtakanna.
Þorpið var síðasta fótfesta uppreisnarmanna á Qusayr svæðinu. Hundruðir þeirra sem flýðu frá Qusayr leituðu skjóls í Austur-Bweida, þegar Qusayr féll í hendur stjórnarhersins á miðvikudaginn.
Sýrlensk mannréttindasamtök lýstu áhyggjum sínum yfir örlögum þeirra hundruða sem flúið höfðu til Bweida, en meðal þeirra var fjöldi særðra.
„Hvar eru þessi hundruð óbreyttra borgara sem flúðu Qusayr og leiðtuðu skjóls í Austur-Bweida? Við höfum ekkert frétt, segir Rami Abdel Rahman, yfirmaður mannréttindasamtakanna.
Hann sagði ómögulegt að ná sambandi við tengiliði samtakanna á svæðinu.