Þýsk yfirvöld vísuðu þýskum múslímaklerki úr landi þegar hann kom til landsins eftir dvöl í Kaíró í Egyptalandi.
Maðurinn heitir Sven Lau og hefur vakið athygli í landinu fyrir að bera út boðskap að hætti Salafista, strangtrúaðra múslíma. Þá hefur hann komist í kast við lögin vegna gruns um að hann hafi verið viðriðinn skipulagningu hryðjuverks í Þýskalandi. Slíkt var þó aldrei sannað. Manninum var vísað úr landi að beiðni leyniþjónustu Þýskalands.
Fréttaritari AFP í Kaíró segir að nokkrir menn hafi að undanförnu komið aftur til Egyptalands eftir að hafa lent á svarta lista leyniþjónustunnar og verið vísað úr landi.