Verðmæti norskra sjávarafurða jókst um 1,7 milljarða norskra króna það sem af er ára miðað við sama tíma í fyrra, eða um sem nemur átta prósentum. Hækkandi verð á laxi skýrir hækkunina að mestu leyti, en aukning á verðmæti þorskafurða er einnig að þakka að sögn Egils Ove Sundheim, markaðsstjóra norska sjávarafurðaráðsins.
Aukning á útflutningsverðmæti lax nam 3,1 milljarði norskra króna það sem af er árinu, en það er aukning upp á 27%. Eins og áður eru Frakkland og Pólland helstu kaupendur á norskum laxi.