Hafa komið í veg fyrir hryðjuverk

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Yf­ir­völd í Ísra­el hafa komið í veg fyr­ir fimm sjálfs­morðsárás­ir á þessu ári. Þetta kom fram í sam­tali Benjam­ins Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, við for­seta Kól­umb­íu, Juan Manu­el Santos.

Benjam­in sagði einnig að komið hefði verið í veg fyr­ir marg­ar árás­ir hryðju­verka­manna í land­inu og einnig rán á 30 her­mönn­um. For­set­inn fór ekki nán­ar út í það hverj­ir stóðu að baki þess­um fyr­ir­huguðu hryðju­verk­un­um. Benjam­in sagði þó að yf­ir­völd í Ísra­el vildu gjarn­an deila reynslu sinni til annarra landa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert