Yfirvöld í Ísrael hafa komið í veg fyrir fimm sjálfsmorðsárásir á þessu ári. Þetta kom fram í samtali Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, við forseta Kólumbíu, Juan Manuel Santos.
Benjamin sagði einnig að komið hefði verið í veg fyrir margar árásir hryðjuverkamanna í landinu og einnig rán á 30 hermönnum. Forsetinn fór ekki nánar út í það hverjir stóðu að baki þessum fyrirhuguðu hryðjuverkunum. Benjamin sagði þó að yfirvöld í Ísrael vildu gjarnan deila reynslu sinni til annarra landa.