Ósiðlegt að þvinga fanga til að matast

Guantanamo
Guantanamo AFP

Læknir og tveir lögfræðingar í bandaríkjunum kröfðust þess í dag að hætt yrði að þvinga fanga í hungurverkfalli í Guantanamo-fangelsi til að matast (e. force-feed). Þeir segja meðferðina ganga gegn siðfræði læknisfræðinnar og sé í raun líkamsárás.

„Það að neyða manneskju sem er fær um að matast sjálf til að matast á ekkert skylt við læknavísindin, það er meiriháttar líkamsárás,“ skrifuðu sérfræðingarnir við deild heilbrigðislögfræði, lífvísindasiðferðis og mannréttinda við Háskólann í Boston.

„Lækna mega ekki, af siðferðisástæðum, þvinga fólk til að matast, en verða þrátt fyrir það að halda áfram meðferð á þeim sem er í hungurverkfalli,“ sagði í New England Journal of Medicine.

Greinarhöfundarnir hvöttu fleiri lækna til að mótmæla stefnu Bandaríkjastjórnar í meðferð sinni á hryðjuverkamönnum í haldi á Guantanamo. Undanfarna þrjá mánuði hafa sífellt fleiri þeirra farið í hungurverkfall.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert