Banna kynmök manna við dýr

Hross á beit.
Hross á beit. AFP

Svíar munu á næsta ári banna með öllu kynmök manna við dýr en hingað til hefur slíkt aðeins verið ólöglegt hafi verið hægt að sýna fram á dýrið hafi verið beitt harðneskju. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir sænska þingið fljótlega.

Eskil Erlandsson, ráðherra málefna landsbyggðarinnar, segir í yfirlýsingu að ríkisstjórnin ætli að herða lög er varða kynmök manna við dýr svo skýrt verði að slíkt sé með öllu bannað.

Hingað til hafa slík mök aðeins verið bönnuð ef hægt hefur verið að sanna að dýrið hafi þjáðst.

En frá og með 1. janúar á næsta ári verða öll kynmök manna við dýr bönnuð og brjóti menn gegn því verður hægt að sekta þá og/eða dæma í allt að tveggja ára fangelsi.

Talsmaður sænskra dýralækna fagnar lagabreytingunni. „Það er mjög mikilvægt að samfélagið sendi skýr skilaboð um að óásættanlegt sé að nota dýr í þessum tilgangi.“

Þjóðverjar tóku upp sambærilegt bann í desember og fetaði þar með í fótspor Breta, Hollendinga og Svisslendinga auk annarra Evrópulanda.

Sænska frumvarpið verður lagt fyrir þingið fljótlega.

Árið 2006 komu upp 100 mál í Svíþjóð þar sem grunur lék á að dýr hefðu verið beitt kynferðisofbeldi svo á þeim sá. Ekki eru til nýrri tölur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert