Greiða fyrir varalitinn með kynlífi

Ungar konur yfirgefa miðstöð UNICEF í Úkraínu.
Ungar konur yfirgefa miðstöð UNICEF í Úkraínu. AFP

Sasha, 17 ára, fel­ur and­lit sitt und­ir skyggni hafn­ar­bolta­húf­unn­ar á meðan hún rifjar upp hvernig fá­tækt og skort­ur á mat og föt­um í heima­vist­ar­skól­an­um henn­ar hafi orðið til þess að hún leidd­ist út í vændi fyr­ir þrem­ur árum. Hún er ein margra kvenna sem á unga aldri fóru að stunda vændi í úkraínska bæn­um My­kolayiv. Áður var þar blóm­legt at­vinnu­líf og stór skipa­smíðastöð. Nú rík­ir þar fá­tækt.

En nú hef­ur von­ar­neisti kviknað meðal ungu kvenn­anna sem vilja kom­ast út úr vændi og fara að lifa hvers­dags­legu lífi. UNICEF hef­ur opnað þar miðstöðvar þar sem stúlk­urn­ar fá skjól, ráðgjöf og mennt­un. 

„Móðir mín var ein­stæð og fór til Rúss­lands er ég var tveggja ára. Hún fór og kom aldrei aft­ur,“ seg­ir Sasha.

Amma henn­ar tók við upp­eldi Sös­hu og stjúp­syst­ur henn­ar en hún réð ekki við álagið. Barna­vernd­ar­yf­ir­völd fluttu því stúlk­urn­ar á munaðarleys­inga­hæli og er Sasha var sex ára var hún sett í heima­vist­ar­skóla.

Sasha seg­ir að hún hafi oft strokið úr heima­vist­ar­skól­an­um. Er hún komst á ung­lings­ald­ur hóf hún að stunda vændi.

„Við þurft­um pen­inga. Við vild­um föt og mat því vor­um oft vannærð. Aðrir áttu fal­leg föt en við gát­um ekk­ert keypt.“

Áhætt­an við vændið er aug­ljós. Dán­artíðni af völd­um HIV í ald­urs­hópn­um 15-24 ára er nær hvergi jafn­há í Úkraínu og í bæn­um My­kolayiv.

 Segj­ast ekki stunda vændi

 Olena Sa­kovych, sér­fræðing­ur hjá UNICEF í Úkraínu, seg­ir að ungt, fá­tækt fólk sé lík­legra til að stunda óvarið kyn­líf og því lík­legra til að fá kyn­sjúk­dóma, m.a. smit­ast af HIV-veirunni.

Sasha seg­ir að sjálf­boðaliði hjá UNICEF hafi eitt sinn heim­sótt heima­vist­ar­skól­ann og sagt stúlk­un­um frá mögu­leik­um þeirra til betra lífs - án vænd­is. Það var til þess að hún snéri sér að einni miðstöð UNICEF.

„Ég kunni vel við mig þar, fólkið er in­dælt og sagði okk­ur frá mögu­leik­un­um og hvernig við gæt­um losnað út úr þess­um aðstæðum,“ seg­ir Sasha.

En marg­ar ungu kvenn­anna eru ekki til­bún­ar að segj­ast hafa verið í vændi. Starfs­fólk miðstöðvanna seg­ir að marg­ar séu þær í af­neit­un. 

„Stúlk­urn­ar kalla ekki það sem þær gerðu vændi,“ seg­ir Na­talia Baben­ko, verk­efna­stjóri miðstöðvanna. Þær segja að karl­ar hafi keypt handa þeim varalit og sokka­bux­ur eða farið með þær í bíó, gegn kyn­lífi.

All­ar stúlk­urn­ar hafa átt erfiða æsku og hafa litla ef nokkra kyn­fræðslu fengið. „Þegar þær eru fjór­tán ára hafa þær sofið hjá mörg­um.“

Verður að lækna sál­ina

 Baben­ko seg­ir að í miðstöðvum UNICEF sé lögð áhersla á for­varn­ir og að veita stúlk­un­um heil­brigðisþjón­ustu. Stúlk­urn­ar geta fengið rann­sókn á því hvort þær séu með kyn­sjúk­dóm og aðra sjúk­dóma. Oft fá þær svo einnig fræðslu, oft í fjör­leg­um kennslu­stund­um. „Það er ekki hægt að lækna lík­amann nema að lækna sál­ina líka,“ seg­ir Baben­ko.

Stúlk­urn­ar eru hvatt­ar til að koma með vin­kon­ur sín­ar í miðstöðvarn­ar og þá fá þær einnig leiðsögn í því að segja öðrum sögu sína.

Verk­efnið hófst fyr­ir fjór­um árum og í dag eru skjól­stæðing­ar miðstöðvanna um 300-400 stúlk­ur.

„Núna er ég námsmaður í mennta­skóla, ég bý á heima­vist,“ seg­ir Sasha sem dreym­ir um að verða tón­list­armaður eða leik­stjóri.

Hún seg­ist nú þrá ör­yggi í lífi sínu. „Ég kynnt­ist strák fyr­ir tveim­ur og hálfu ári. Hvor­ugt okk­ar er með kyn­sjúk­dóm. Von­andi gift­umst við ein­hvern dag­inn.“

Talið er að um 15 þúsund stúlk­ur und­ir lögaldri séu í vændi í Úkraínu. Marg­ar þeirra stunda óvarið kyn­líf. Það hlut­fall fer þó lækk­andi í kjöl­far auk­inn­ar fræðslu.

Sasha var 14 ára er hún leiddist út í vændi. …
Sasha var 14 ára er hún leidd­ist út í vændi. Hún er 17 ára í dag og von­ast eft­ir betra lífi. AFP
Starfsmaður UNICEF í Úkraínu faðmar unga stúlku sem stundar vændi …
Starfsmaður UNICEF í Úkraínu faðmar unga stúlku sem stund­ar vændi á göt­unni. AFP
Vændiskonur í Úkraínu.
Vænd­is­kon­ur í Úkraínu. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert