Ætlaði að selja börn 16 kvenna

Selja átti börn sextán ófrískra kvenna í Nígeríu.
Selja átti börn sextán ófrískra kvenna í Nígeríu. AFP

Sextán ófrískum konum var í dag bjargað úr húsi í Nígeríu þar sem þeim var haldið gegn vilja sínum, en talið er að meðal annars hafi átt að selja börn þeirra. Maðurinn sem grunaður er um að hafa rekið heimilið hefur verið handtekinn. Að sögn lögreglu var hann handtekinn fyrir samskonar glæp fyrir tveimur árum.

Svo virðist sem honum hafi verið sleppt lausum án ákæru og fangelsisvistar. Mæðurnar voru á aldrinum 17 til 37 ára. Hin grunaði segist vera læknir og hefur lögregla staðfest að hann hafi verið handtekinn í maí árið 2011 þegar 32 unglingsstúlkum var bjargað af heimili hans.

Stúlkurnar viðurkenndu að þeim hefði verið boðin greiðsla fyrir börnin. Greiðslan var ekki há, eða allt að 25 þúsund krónur og fór upphæð hennar eftir kyni barnsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka