Eldar loguðu í Ríó

Þrátt fyrir að tvær stærstu borgir Brasilíu hafi dregið til baka hækkanir á almenningssamgöngum sem urðu til þess í vikunni að þúsundir mótmæltu á götum úti, voru óeirðir í Rio De Janeiro í nótt.

Kveiktir voru eldar og áttu mótmælendur í átökum við lögregluna.

Í gær fögnuðu mótmælendur því að borgirnar Sao Paulo og Ríó drógu hækkanir fargjaldanna til baka. Hafði fólkið krafist þess að almenningur yrði ekki látinn borga brúsann fyrir að halda heimsmeistaramótið í fótbolta og Ólympíuleikana sem mun kosta brasilíska ríkið miklar fjárhæðir

Mótmælin í vikunni hafa verið þau fjölmennustu í Brasilíu í tvo áratugi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert