Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að yfirvöld í landinu leiti allra lagalegra leiða til að ná til Edward Snowden. Þá vinna bandarísk yfirvöld einnig með nokkrum öðrum löndum til að sjá til þess að lög verði virt. Þetta sagði Obama í samtali við fréttamenn í dag.
Bandarísk yfirvöld hafa þrýst á rússnesk yfirvöld að hindra brottför Snowden úr landinu, en talið er líklegt að hann muni leita hælis í sendaráði Ekvador. Hvíta húsið sagði nýverið að sú ákvörðun að heimila Snowden að yfirgefa Hong Kong muni hafa áhrif á tilraunir til að endurbyggja samskipti Bandaríkjanna og Kína.