Fyrrverandi flugmaður hefur verið dæmdur sekur um að myrða konu sína. Hann eyðilagði loftpúða í farþegasæti bíls þeirra og keyrði af ásettu ráði á tré, rétt áður enn hann losaði bílbelti hennar. Hann á yfir höfði sér 24 ára fangelsisvist.
Bretinn Iain Lawrence, sem er 53 ára, á yfir höfði sér 24 ára fangelsisvist. Hann segir að um slys hafi verið að ræða og neitar að hafa vísvitandi keyrt á tré og myrt konu sína, hina 47 ára gömlu Sally Lawrence. Hún var ekki í bílbelti og lést samstundis.
Kviðdómurinn í Leicesterskíri komst að þeirri niðurstöðu að Lawrence hafi eyðilagt loftpúðann í farþegasæti bíls þeirra og rétt áður en hann klessti á tréð hafi hann losað bílbelti konu sinnar. Hann hlaut einungis nokkra marbletti við áreksturinn.
„Morðið var bæði vel skipulagt og hrottafengið,“ sagði Justice Leggatt dómari í dómsuppkvaðningunni og bætti við: „Mig grunar að þú hafir annað hvort platað Sally inn í bílinn eða neytt hana en enginn annar en þú veist svarið við því.“
Við réttarhöldin kom fram að Lawrence hafi átt erfitt með að sætta sig við skilnað við konu sína til 12 ára.
Lawrence bar við að hann hafi fengið krampa í fótinn og hafi því ekki getað stigið á bremsuna í tæka tíð.