Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að hefja formlegar aðildarviðræður við Serbíu. Nokkuð er síðan að Serbía óskaði eftir slíkum viðræðum en þeim var ávallt frestað vegna deilunnar um Kosovo.
Í frétt BBC segir að aðildarviðræðurnar muni í síðasta lagi hefjast í janúar á næsta ári. Er þetta haft eftir forseta ráðherraráðs Evrópusambandsins, Herman Van Rompuy.