ESB hefur aðildarviðræður við Serbíu

AFP

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að hefja formlegar aðildarviðræður við Serbíu. Nokkuð er síðan að Serbía óskaði eftir slíkum viðræðum en þeim var ávallt frestað vegna deilunnar um Kosovo.

Í frétt BBC segir að aðildarviðræðurnar muni í síðasta lagi hefjast í janúar á næsta ári. Er þetta haft eftir forseta ráðherraráðs Evrópusambandsins, Herman Van Rompuy.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert