Lauk grunnskóla 100 ára

Hundrað ára kona frá Mexíkó hefur nú loks lokið námi …
Hundrað ára kona frá Mexíkó hefur nú loks lokið námi í grunnskóla. Sky News

„Ég gekk oft fram­hjá skól­an­um,“ seg­ir Manu­ela Hern­and­ez, 100 ára kona frá Mexí­kó. „Ég gat þó ekki verið nem­andi þar sem móðir mín var mjög fá­tæk.“ Hún hef­ur nú loks lokið námi í grunn­skóla. 

Manu­ela fædd­ist í Oxana í Mexí­kó í júní árið 1913. Hún hætti í grunn­skóla eft­ir aðeins eitt ár til að hjálpa fá­tækri fjöl­skyldu sinni með heim­il­is­verk­in. Manu­ela fékk þegar hlut­verk á unga aldri við að standa ofan á kassa og slá flug­um í burt frá matn­um. Því var ekki talið mik­il­vægt að senda hana í skóla.

Hún hóf nám í októ­ber á síðasta ári eft­ir að barna­barn henn­ar hvatti hana til þess og út­skrifaðist hún við hátíðlega at­höfn í skól­an­um ný­verið. Hún held­ur ótrauð áfram og stefn­ir á frek­ari mennt­un. 

Sky News grein­ir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert