Myndi snúa til Bandaríkjanna með skilyrðum

AFP

Faðir bandaríska uppljóstrarans Edwards Snowdens segir að hann myndi snúa til baka til Bandaríkjanna með ákveðnum skilyrðum: Að hann verði ekki settur í gæsluvarðhald fram að réttarhöldunum, að hann megi tjá sig frjálslega og að hann megi ráða hvar réttarhöldin færu fram.

Lon Snowden var í viðtali hjá NBC sjónvarpsstöðinni og sagði þar að lögfræðingur sonar síns hefði sent bréf með þessum skilyrðum til ríkissaksóknarans Eric Holder. Snowden hefur verið ákærður fyrir njósnir í Bandaríkjunum. 

Lon Snowden segist ekki hafa talað við son sinn frá því í apríl, um mánuði áður en hann flúði til Hong Kong. Hann segist viðurkenna að sonur sinn hafi brotið lög en ekki að hann væri svikari.

„Á þessum tímapunkti finnst mér hann ekki hafa framið landráð. Hann hefur brotið bandarísk lög, þar sem hann birti trúnaðarupplýsingar.“

Faðrinn sagðist óttast að Wikileaks væri að notafæra sér aðstæður Snowdens. „Ég hef áhyggjur af þeim félagsskap sem hann er í.“ Sagði hann sögu Wikileaks sýna að hópurinn hefur engan áhuga á stjórnarskrá Bandaríkjanna heldur því að birta sem mest af upplýsingum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert