Tíu ára í tvær lungnaígræðslur

Tíu ára bandarísk stúlka hefur gengist undir tvær lungnaígræðslur í …
Tíu ára bandarísk stúlka hefur gengist undir tvær lungnaígræðslur í þessum mánuði. Eggert Jóhannesson

Tíu ára bandarísk stúlka þáði ný lungu þann 12. júní síðastliðinn. Áður höfðu foreldrar hennar barist fyrir því að hún hefði möguleika á lungum fullorðinnar manneskju, en hún var talin eiga stutt eftir ólifað og töldu þau hana eiga betri möguleika á þeim lista. Venjulega eru aðeins sjúklingar 12 ára og eldri skráðir á listann en dómari tók óvænta ákvörðun og samþykkti beiðni foreldranna. 

Líkaminn hafnaði lungunum

Sarah fékk loks nú lungu þann 12. júní síðastliðinn. Eftir aðferðina kom í ljós að líkami hennar hafði hafnað líffærinu. Hún gekkst þegar undir aðra skurðaðgerð og var hún tengd við vél sem hélt henni á lífi. Höfnunina mátti rekja til lélegs ástands lungnanna sem Sarah fékk. „Læknarnir sögðu okkur að það væri ólíklegt að Sarah lifði meira en viku í viðbót miðað við ástand hennar,“ sagði móðir hennar. „Hennar eina von var önnur lungnaígræðsla.“

Nafn stúlkunnar fór því aftur á listann. Aðeins þremur dögum síðar fengu foreldrar hennar að vita að von væri á öðrum lungum. Þeim fylgdi þó ákveðin áhætta því þau voru sýkt af lungnabólgu. Svo virðist sem aðgerðin hafi tekist vel og líður stúlkunni mun betur í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert