Hvetur Bandaríkin til forystu

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. AFP

Í vikulegu ávarpi Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, sagði forsetinn Bandaríkin verða að taka forystu í baráttunni gegn hlýnun jarðar og loftslagsbreytingum.

„Þeir sem nú þegar finna fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga hafa engan tíma til þess að afneita þeim. Þeir eru of uppteknir við að fást við afleiðingarnar,“ sagði forsetinn í vikulegu ávarpi sínu sem flutt var í morgun.

Sagði Obama slökkviliðsmenn sífellt þurfa að kljást við fleiri og alvarlegri skógarelda, bændur þurfa ýmist að glíma við þurrka eða flóð og fólk á Vesturlöndum hefur áhyggjur af vatnsforða sínum.

„Þetta er ekki lengur spurning um hvort þörf sé að grípa til aðgerða heldur hvort við höfum hugrekki til að bregðast við áður en það er of seint.“

Barack Obama sagði Bandaríkin hafa getu og vilja til að leiða baráttuna gegn hlýnun jarðar en til þess að svo megi verða þarf þjóðin öll að taka fullan þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert