Vill árangur í friðarviðræðum

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AFP

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hætt við fyrirhugaða heimsókn sína til Sameinuðu arabísku furstadæmanna en upphaflega stóð til að hann kæmi til Abu Dhabi í dag.

Samkvæmt AFP-fréttaveitunni var hætt við ferðina sökum þess að utanríkisráðherrann vill leggja allt kapp á að friðarviðræður milli Ísraels og Palestínu skili árangri.

John Kerry mun því, þriðja daginn í röð, ferðast á milli Ísraels og Palestínu til þess að ræða við leiðtoga Ísraels í Jerúsalem og Mahmud Abbas, forseta Palestínu, sem staddur er í Amman.

Utanríkisráðherrann hefur haft í nógu að snúast að undanförnu og meðal annars ferðast til Indlands, Kúveit, Katar og Sádí Arabíu. Næstkomandi mánudag mun Kerry að líkindum ferðast til Brúnei og sitja fund Asíuríkja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert