Króatía gengin í Evrópusambandið

Jose Manuel Barroso og Zoran Milanovic, forsætisráðherra Króatíu fyrr í …
Jose Manuel Barroso og Zoran Milanovic, forsætisráðherra Króatíu fyrr í ár AFP

Tugþúsundir Króata fögnuðu inngöngu Króatíu í Evrópusambandið á götum úti í Zagreb í kvöld, en Króatía varð 28. landið til að ganga í sambandið á miðnætti þann 1. júlí í Króatíu, eða klukkan 22.00 að íslenskum tíma. Þetta gerist nærri tveimur áratugum eftir að stríðunum í Júgóslavíu lauk. Króatía sótti um aðild að sambandinu árið 2003.

„Velkomin í Evrópusambandið!“ sagði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við um 20.000 manns sem söfnuðust saman á torgi í Zagreb. Barroso stjórnaði hátíðarhöldunum.

Andartökum síðar var „þjóðsöngur“ Evrópusambandsins, Óðurinn til gleðinnar, leikinn meðan flugeldar lýstu upp næturhimininn yfir höfuðborginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka