Atvinnuleysi á evrusvæðinu hefur þó aldrei mælst meira nú en það nam 12,1% í maí.
Tölur frá Eurostat gáfu litla von um skjótan efnahagsbata í álfunni. Atvinnuleysi innan allra landa Evrópusambandsins er nú að meðaltali 10,9%.
Á Ítalíu mælist atvinnuleysi 12,2% og hefur aukist um 0,2% frá því í apríl.
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hétu því í síðustu viku að veita 8 milljörðum evra til að draga úr atvinnuleysi meðal ungs fólks. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hafði þá varað við hættu á „týndri kynslóð“ ungmenna í álfunni.
Eurostat segir að nú séu um 26,4 milljónir manna án atvinnu innan Evrópusambandsins. Atvinnuleysið er mismikið milli sambandsríkjanna í tíu löndum hefur dregið úr því á síðustu tólf mánuðum. Mesta breytingin hefur orðið í Lettlandi en þar var atvinnuleysi 15,5% fyrir ári en er 12,4% nú.
Verst er ástandið á Kýpur. Þar er nú 16,3% atvinnuleysi.