Fjármálaráðherra Portúgals sagði af sér

Vitor Gaspar sagði af sér embætti fjármálaráðherra Portúgals í dag.
Vitor Gaspar sagði af sér embætti fjármálaráðherra Portúgals í dag. PATRICIA DE MELO MOREIRA

Vitor Gaspar, fjármálaráðherra Portúgals, sagði í dag af sér. Portúgal fékk neyðarlán árið 2011 og landið hefur gengið í mikla erfiðleika á síðustu árum. Margir hafa borið lof á frammistöðu Gaspars í embætti.

Samdráttur er í efnahagslífi í Portúgal og atvinnuleysi er mikið. Enn vantar mikið upp á að ríkissjóður sé rekinn með afgangi. Margt bendir til að samdrátturinn í efnahagslífi landsins eigi eftir að verða meiri en spáð var.

Í tilkynningu forsetaskrifstofu Portúgals kemur fram að Maria Luis Albuquerque taki við embættinu í stað Gaspars.

Í afsagnarbréfi sínu segir Gaspar að sér hafi mistekist að draga úr ríkissjóðshallanum og ná markmiðum varðandi skuldabyrði ríkisins. Gaspar segir einnig að sú niðurstaða stjórnlagadómstóls Portúgals að sumar ráðstafanir sem hann fékk lögfestar brjóti í bága við stjórnarskrá landsins hafi átt þátt í ákvörðun sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert