Kaþólskur prestur í Sýrlandi hefur verið afhöfðaður af uppreisnarmönnum í klaustri í norðurhluta landsins, að sögn Vatíkansins.
Séra Francois Murad lést 23. júní þegar uppreisnarmennirnir réðust á klaustrið. Í yfirlýsingu frá Vatíkaninu segir að tildrögin séu ekki á hreinu en að sögn sýrlenskra miðla voru árásarmennirnir hluti af jíhadistahópnum al-Nusra.
Myndbandsupptaka, sem talin er vera af morðinu, hefur verið birt á kaþólskum heimasíðum.