Þessi lönd hafa brugðist við hælisumsókn Snowdens

Edward Snowden.
Edward Snowden. AFP

Íslenska ut­an­rík­is­ráðuneytið staðfest­ir að sendi­ráði Íslands í Moskvu hafi borist hæl­is­um­sókn frá Edw­ard Snowd­en í gær. Snowd­en hef­ur sótt um hæli í 21 landi. Íslenska ut­an­rík­is­ráðuneytið ít­rek­ar að Snowd­en þurfi að vera á Íslandi svo hægt sé að taka um­sókn hans um hæli fyr­ir.

Snowd­en hef­ur sótt um hæli í eft­ir­far­andi lönd­um: Íslandi, Ekvador, Aust­ur­ríki, Bóli­víu, Bras­il­íu, Kína, Kúbu, Finn­landi, Frakklandi, Þýskalandi, Indlandi, Ítal­íu, Írlandu, Hollandu, Ník­aragva, Nor­egi, Póllandi, Rússlandi, Spáni, Sviss og Venesúela.

Snowd­en hef­ur hins veg­ar dregið um­sókn sína um hæli í Rússlandi til baka eft­ir að Rúss­ar settu það skil­yrði að hann yrði að hætta að leka upp­lýs­ing­um um eft­ir­lit Banda­ríkj­anna.

Hér eru viðbrögð land­anna við hæl­is­um­sókn­inni:

Ind­land: Talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir að farið hafi verið vel yfir um­sókn­ina en að ekki sé tal­in ástæða til að samþykkja hana.

Pól­land: Um­sókn­in upp­fyll­ir ekki skil­yrði um hæl­is­um­sókn. Og jafn­vel þótt svo væri fengi hann ekki já­kvæð viðbrögð, skrifaði ut­an­rík­is­ráðherr­ann á Twitter.

Hol­land: Hæl­is­leit­andi þarf að vera í land­inu svo um­sókn­in sé tek­in fyr­ir. Þar sem svo er ekki verður ekki fjallað efn­is­lega um um­sókn Snowd­ens.

Lönd sem eru að skoða hæl­is­um­sókn­ina:

Bóli­vía: For­set­inn seg­ir að sé Snowd­en að sækja um hæli sé hann vilj­ug­ur að ræða þá hug­mynd.

Þýska­land: Ut­an­rík­is­ráðherr­ann seg­ir að fjallað verði um um­sókn Snowd­ens sam­kvæmt lög­um en sagðist þó ekki getað ímyndað sér að hún yrði samþykkt.

Ítal­ía: Um­sókn­in barst á faxi en verður tek­in til um­fjöll­un­ar, jafn­vel þótt að slíkt sé yf­ir­leitt ekki gert nema um­sókn­in ber­ist sendi­ráði Ítal­íu eða sé lögð fram í land­inu sjálfu. Rík­is­stjórn­in mun fjalla um málið.

Aust­ur­ríki, Finn­land, Ísland, Nor­eg­ur og Spánn segja að Snowd­en verði að vera í land­inu til að um­sókn hans um hæli verði tek­in til efn­is­legr­ar meðferðar.

Frakk­ar og Sviss­lend­ing­ar segj­ast enn enga form­lega um­sókn hafa fengið frá Snowd­en.

Kína og Írland hafa þegar hafnað um­sókn hans um hæli.

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert