Vígamenn felldir í Pakistan

Ómönnuð flugvél.
Ómönnuð flugvél. AFP

Ómannaðar árás­arflug­vél­ar á veg­um Banda­ríkja­hers felldu fjóra víga­menn úr röðum talib­ana í norðvest­ur­hluta Pak­ist­ans í dag. Sam­kvæmt AFP-frétta­veit­unni voru vél­arn­ar fjór­ar tals­ins og skutu þær jafn­mörg­um flug­skeyt­um á skot­mörk sín í bæn­um Mir­ans­hah.

Er þetta önn­ur árás ómannaðra banda­rískra flug­véla í Pak­ist­an frá því að Nawaz Sharif tók við embætti for­sæt­is­ráðherra Pak­ist­ans í síðasta mánuði. Hann hef­ur kraf­ist þess að árás­um af þessu tagi linni þar sem þær eru tald­ar brjóta gegn full­veldi lands­ins.

Fyrri árás­in átti sér stað ein­ung­is tveim­ur dög­um eft­ir að Sharif tók við embætti en í henni lét­ust sjö víga­menn.

Örygg­is­sveit­ir á svæðinu segja við AFP-frétta­veit­una að ómannaðar vél­ar hafi sést á flugi áður en árás­in hófst. „Fjór­ar ómannaðar flug­vél­ar flugu yfir svæðinu. Tvær þeirra skutu fjór­um flug­skeyt­um á bygg­ing­una þar sem fjór­ir víga­menn féllu og tveir særðust.“

Þá var fréttamaður AFP einnig vitni að því þegar flug­vél­arn­ar flugu yfir svæðið eft­ir árás­ina.

Árás­ir af þessu tagi eru mjög óvin­sæl­ar í Pak­ist­an en ráðamenn í Washingt­on í Banda­ríkj­un­um telja þær mik­il­væg­an lið í bar­átt­unni við talib­ana og liðsmenn hryðju­verka­sam­taka al-Qa­eda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert