Fjöldahandtökur í Egyptalandi

Herinn tók völdin í Egyptalandi.
Herinn tók völdin í Egyptalandi. GIANLUIGI GUERCIA

Ný stjórnvöld í Egyptalandi hafa fyrirskipað handtöku um 300 meðlima í Bræðralagi múslima. Þetta kom fram í ríkissjónvarpi Egyptalands í kvöld. A.m.k. 20 hafa verið drepnir í átökum í landinu í kvöld. Flestir eru þeir taldir vera stuðningsmenn Morsi sem herinn steypti af stóli í dag.

Fyrr í dag voru tveir af helstu leiðtogum Bræðralags múslima, Saad al-Katatni og Rashad al-Bayoumi, handteknir. Ekki er ljóst hvar Morsi dvelur.

Mikil spenna er í Egyptalandi eftir að herinn setti Morsi af. Andstæðingar hans hafa fagnað ákaft á götum úti, en stuðningsmenn forsetans telja að herinn hafi ekki átt neitt með að svipta Morsi völdum sem hafi verið kosinn lögmætri kosningu í forsetakosningum fyrir einu ári.

Átök brjótast út

Óttast er að frekari átök eigi eftir að brjótast út milli andstæðra fylkinga. Fregnir hafa borist af átökum á nokkrum stöðum í landinu. Í Alexandríu kom t.d. til skotbardaga þar sem a.m.k. 50 manns særðust og einn lést.

Endurskoða aðstoð við Egyptaland

Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, sendi hamingjuóskir til nýrra valdahafa í Egyptalandi í kvöld. Evrópusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem skorað er á ný stjórnvöld að efna til kosninga sem allra fyrst.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í kvöld að hann hefði miklar áhyggjur af ástandinu í Egyptalandi og hvatti stjórnvöld í landinu að stuðla að því að lýðræðislega kjörin stjórn tæki sem fyrst við völdum. Hann sagðist hafa tekið ákvörðun um að endurskoða allar fyrri ákvarðanir um fjárhagslega aðstoð við ríkisstjórn Egyptalands.

Ungir sem aldnir, konur, karlar og börn hafa fagnað stjórnarbyltingunni …
Ungir sem aldnir, konur, karlar og börn hafa fagnað stjórnarbyltingunni í dag. GIANLUIGI GUERCIA
Krafa mótmælenda var að Morsi segði af sér.
Krafa mótmælenda var að Morsi segði af sér. GIANLUIGI GUERCIA
Hundruð þúsunda manna fagnaði á Tahir-torgi í Kairó í kvöld.
Hundruð þúsunda manna fagnaði á Tahir-torgi í Kairó í kvöld. GIANLUIGI GUERCIA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert