Japanskur kennari límdi fyrir munn sjö ára stúlku. Þetta gerði hann í von um hún smitaði ekki hina nemendurna. Kennarinn greip til þessarar aðgerðar þegar stúlkan átti að bera fram hádegismat til annarra nemenda í bekknum í bænum Tochigi í norðurhluta Tókýó. Þetta gerði hann vegna þess að stúlkan hafði gleymt að koma með andlitsgrímu.
Skólabörn í Japan bera fram og borða hádegismat í skólastofum sínum. Í flestum skólum þurfa þau að hylja vit sín þegar þau bera fram matinn. Kennarinn bað stúlkuna og foreldra hennar afsökunar eftir að nafnlaus ábending barst skólayfirvöldum.