Egyptar eignast nýjan leiðtoga í dag þegar Adli Mansour, aðaldómari við stjórnalagadómstól Egyptalands, sver eið sem leiðtogi Egyptalands til bráðabirgða. Þetta kemur fram í frétt AFP-fréttastofunnar og mun hann sverja eiðinn í dag.
Staðfest hefur verið að her landsins hafi Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta landins, í haldi, en herinn steypti honum af stóli í gærkvöldi. Þá var stjórnarskrá landsins einnig felld úr gildi.
Margir fögnuðu í gær á Frelsistorgi í miðborg Kaíró þegar tilkynnt var að Morsi færi ekki lengur með völd í landinu.
Frétt mbl.is: Morsi í haldi hersins