Aflýstu flugi vegna eldfjallaösku

Talsverðar truflanir hafa verið á flugi í Mexíkó síðustu tvo sólarhringa og mynduðust langar biðraðir á flugvellinum í Mexíkóborg eftir að flugfélög frestuðu flugi vegna ösku frá eldfjallinu Popocatepetl.

United Airlines, Delta Airlines og fleiri bandarísk flugfélög aflýstu flugi vegna hættu af ösku sem kemur frá eldfjallinu. Flugmálayfirvöld í Mexíkó segja hins vegar að engin hætta stafi frá öskunni.

Eldfjallið er mjög virkt og þar hafa nánast daglega sést merki um eldvirkni síðustu 19 ár. Eldvirkni hefur aukist að undanförnu og hafa yfirvöld í Mexíkó aukið viðbúnað á svæðinu.

Aska og hraun kemur úr gíg eldfjallsins Popocatepetl.
Aska og hraun kemur úr gíg eldfjallsins Popocatepetl. Pablo Spencer
Nokkur hundruð farþega hafa ekki komist ferða sinna eftir að …
Nokkur hundruð farþega hafa ekki komist ferða sinna eftir að bandarísk flugfélög aflýstu flugi vegna öskunnar. OMAR TORRES
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert