Ótrúlegt þykir að lítill hvolpur hafi lifað af að sitja fastur undir vélarhlíf bíls sem ók á fullri ferð líklega um 10-16 kílómetra leið. Atvikið átti sér stað í Suður-Flórída í Bandaríkjunum. Hvolpurinn var fastur í vél bílsins og þurfti að losa hluta hennar til að ná honum úr prísundinni.
Eigendur bílsins höfðu tekið eftir því að bílvélin virtist ekki ganga eins og vanalega. Er þeir fóru að athuga málið sáu þau hvolpinn móðan og másandi undir vélarhlífinni. Hann var frelsinu feginn og virtist ómeiddur, segir í frétt Sky.