Kvenfangar gerðir ófrjóir í Kaliforníu

Mynd úr safni
Mynd úr safni AFP

Samkvæmt nýrri skýrslu voru 148 konur vanaðar í ólöglegum aðgerðum í fangelsum í Kaliforníu á árunum 2006-2010.

Konurnar sögðu í viðtölum að þær hefðu verið þvingaðar af læknum til að undirgangast aðgerð með það fyrir augunum að gera þær ófrjóar. Læknarnir höfðu ekki tilskilið leyfi frá Kaliforníuríki til að framkvæma aðgerðirnar.

Talsmenn fanga segja að aðgerðunum hafi verið haldið að óléttum kvenföngum sem væru líklegar til að vera dæmdar aftur til fangelsisvistar, segir í skýrslunni.

Læknirinn James Heinrich ver aðgerðirnar, sem hann segir fela í sér þjónustu við fátækar konur, hverra heilsa gæti verið í hættu verði þær óléttar aftur vegna keisaraskurða sem þær hafi áður undirgengist. Læknirinn neitar því að hafa beitt nokkurn fangann þrýstingi um að undirgangast aðgerðina.

Huffington Post segir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert