Ástralir eiga rétt á stækkunarglerjum í kjörklefana í komandi þingkosningum vegna fjölda framboða á kjörseðlum. Þegar er búið að samþykkja 47 framboð, en níu önnur bíða nú samþykkis.
Metfjöldi framboða var í kosningunum árið 2010, en þá voru þau 25 talsins. Kjörseðillinn var 1,02 metra langur og nöfn 84 frambjóðenda voru í 8,5 punkta letri. Í næstkomandi kosningum verður notast við sömu stærð af kjörseðil, en minnka verður letrið töluvert til þess að nöfn frambjóðendanna, sem nú eru um tvöfalt fleiri, komist fyrir.
Stækkunargleri verður því komið fyrir í hverjum kjörklefa, en þeir eru verða um 60 þúsund talsins.
Meðal framboða er WikiLeaks flokkur, en Julian Assange, stofnandi WikiLeaks á þar sæti á lista.
Skylda er að nýta kosningarétt sinn í Ástralíu, en þeir sem ekki hafa gilda ástæðu fyrir forföllum þurfa að greiða 20 dollara sekt.