Betra að myrða hann en skilja við hann

Julia Merfeld leggur á ráðin um morð á eiginmanni sínum.
Julia Merfeld leggur á ráðin um morð á eiginmanni sínum. Skjáskot

Bandarísk kona situr nú í fangelsi í Mitchigan-ríki í Bandaríkjunum fyrir að hafa lagt á ráðin um að láta myrða eiginmann sinn. Konan, hin 21 árs gamla Julia Merfeld, ætlaði að ráða leigumorðingja til verksins en vissi hins vegar ekki að um var að ræða óeinkennisklæddan lögreglumann.

Merfeld hafði áður reynt að fá samstarfsmann sinn til þess að myrða eiginmanninn gegn 50 þúsund dollara greiðslu. Sá hafði hins vegar samband við lögregluna sem lagði gildruna fyrir konuna. Upptökur af samskiptum hennar við lögreglumanninn, sem hún hélt vera leigumorðingja, hafa verið birtar á netinu.

Þar ræðir Merfeld við lögreglumanninn um málið á léttum nótum og skellir upp úr inn á milli. Hún segir meðal annars að vandamálið sé ekki að eiginmaðurinn hafi verið sé vondur heldur telji hún einfaldara mál að láta myrða hann en skilja við hann. Ætlunin sé að komast yfir 400 þúsund dollara líftryggingu mannsins og nota hluta peninganna til þess að greiða leigumorðingjanum.

Merfeld segir ennfremur að hún vilji að eiginmaður hennar verði myrtur á sem sársaukalausastan hátt og það henti henni best að það verði á fimmtudegi. Ennfremur sé æskilegt að það gerist utandyra svo það valdi ekki óhreinindum á heimili þeirra. Hún hitti lögreglumanninn tvisvar í bifreið á hans vegum og má sjá upptökurnar af fundum þeirra hér að neðan.

Réttarhöld fara fram yfir Merfeld 30. júlí næstkomandi en hún hefur viðurkennt að hafa lagt á ráðin um að myrða eiginmann sinn. Hjónin fluttu nýrverið til Muskegon-sýslu í Mitchigan frá New Jersey og eiga tvö ung börn samkvæmt fréttavefnum Daily Caller.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert