Edward Snowden vill hæli í Rússlandi þar sem hann getur ekki flogið frá landinu. Þetta sagði uppljóstrarinn í samtölum sínum við talsmenn mannréttindasamtaka í dag.
Fulltrúi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, Tanya Lokshina, hefur eftir Snowden að hann vilji vera í Rússlandi.
Í yfirlýsingu rússneskra stjórnvalda í dag segir að hann dvalið í landinu en þó með því skilyrði að hann hætti að leka upplýsingum um bandarísk öryggismál.