Ómönnuð bandarísk flugvél felldi tvo vígamenn á mótorhjóli og olli skemmdum á nærliggjandi húsum, samkvæmt bandarískum yfirvöldum.
Árásin átti sér stað í Mir Ali, 35 kílómetrum austur af Miranshah, höfuðstað Norður-Waziristan, þar sem Talibanar halda til.
Yfirvöld á svæðinu telja að báðir sem féllu í árásinni hefðu verið vígamenn frá Túrkmenistan, en því var ekki slegið föstu.
Árásir ómannaðra flugvéla Bandaríkjastjórnar njóta lítilla vinsælda í Pakistan. Stjórnvöld í Washington telja hins vegar að þær séu nauðsynlegur þáttur í stríðinu gegn hryðjuverkum. Flugvélinum er stjórnað af CIA-mönnum í Bandaríkjunum.
Pakistönsk stjórnvöld hafa ítrekað mótmælt árásunum, sem þau segja brjóta freklega gegn fullveldi landsins. Þá hafa bandarískir erindrekar í Íslamabad, höfuðborg Pakistans, verið kallaðir á fund pakistanskra stjórnvalda til að koma þessum boðum áleiðis.